Óhugnalegt

Þegar ég var ungur fórum ég og vinur minn einu sinni í fangelsisleik, ég var náttúrulega engin fyrirmyndarfangi og fékk þá refsingu að þurfa að leggjast á gólfmottuna sem síðan var rúllað upp með mig inn í. Mottan var það stór að hún náði upp fyrir haus og hala, ég hafði haft hendur með  síðum og gat því enga björg mér veitt. Mottan lagðist svo þétt upp við höfuðið á mér og vinur minn sem gerði sér enga grein fyrir því hvernig ástatt var fyrir mér, settist á mig upprúllaðan í mottunni og hló. Frá þessu augnabliki hef ég alltaf verið skíthræddur við að lokast inni. Saklaus leikur hafði þessi áhrif. Ég myndi andast ef ég yrði einhvern tíma settur í alvöru fangelsi.

Hvernig skyldi maður höndla lífið ef manni væri bjargað eftir að hafa verið fastur í holu ofan í jörðinni í þrjár vikur!! Þetta verða að vera sterkir karakterar til að geta stundað þessa vinnu, en eru þeir nógu sterkir til að lifa af í þetta langan tíma....þó þeir hafi vatn?

 


mbl.is Björgunaraðgerðir í Utah gætu staðið vikum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband