Færsluflokkur: Bloggar
1.9.2007 | 01:20
Að rekast á einhvern frægan..
...ég skal hundur heita ef ég hefði þekkt hana Jodie á labbi niður í miðbæ, þekki naumast þá sem ég að þekkja. Það hefði líka ekki hvarflað að mér að þykjast þekkja hana ef svo óheppilega vildi til að eg hefði fattað að hún væri fræg.....Pleh...rétt upp hönd sem skildi síðustu setningu? Ég man ekki nöfn á neinum frægum leikurum, tónlistarmönnum eða öðrum listamönnum. Ég fékk bara engin svona frægðargen.
Ég man þó alltaf eftir því þegar ég rakst á frægan mann í USA hérna um árið, í bókstaflegri merkingu rakst ég á hann. Ég var á fleygiferð á línuskautum eftir Bayshore í Tampa á Flórída. Það var ekki margt um manninn þarna á þeim tíma dags sem ég var vanur að skella mér á skauta og því átti ég bara stíginn. Í fjarska sá ég þó að maður nálgast mig. Svo kemur þetta undarlega hik, ég fer hægra megin og hann líka svo ég fer vinstra megin og hann ákveður að gera það líka og svo færðum við okkur báðir í miðjuna....og plaff!! Við klesstum saman, ég á línuskautum, hann gangandi. Þetta var ekki þægilegasta bylta sem ég hef fengið, afrifinn á báðum hnjám og olnbogum lít ég upp og sé manninn bisa við að koma sér á fætur, þreifandi eftir gleraugunum sínum um leið. Svo mættust augu okkar og þá sá ég hver maðurinn var. Eins og ég sagði hér að ofan vantar þann kafla í hausinn á mér sem ætlaður er til að muna eftir og þekkja einhverja fræga í Hollywood. Ég vissi því ekkert hvað ég átti að segja við manninn sem stóð þarna fyrir framan mig, ekki ánægður á svip og sagði því bara....Sorry Steve!! Við það skellti maðurinn upp úr, setti á sig gleraugun, hjálpaði mér á fætur og gekk svo hlægjandi í burtu.
En hver var maðurinn.
Jújú þetta var enginn annar en Steve sem var ein af persónunum í Beverly Hills 90210. Ég hef ennþá ekki hugmynd um hvað hann heitir en á þeim tíma sem ég brunaði á hann á línuskautunum var hann bara frægur.
Hehehe!!!
Jodie Foster var í fríi á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 21:26
Strætó!!
Hér talar Janus grunnskólakennari.
Mér finnst frábært að allir háskólanemar eigi þess kost að ferðast frítt með strætó.
Mér finnst líka frábært að allir framhaldsskólanemar eigi þess kost að ferðast frítt með strætó.
Mér þykir líka skemmtilegt að allir leikskólanemendur séu ekki orðnir nógu gamlir til að borga í strætó og fái þar af leiðandi frítt í strætó.
Ef við hugsum nú dæmið til enda, leikskólabarn, framhaldsskólabarn og háskólabarn næstum öll skólastig, næstum en ekki öll.
Væri ekki eðlilegast að grunnskólanemendur ættu þess kost að ferðast líka frítt með strætó? Ætti ekki það sama að ganga yfir öll börn í höfuðborginni?
Ég vil fara með nemendur mína frítt í strætó?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.8.2007 | 00:27
Froðubönd og Stuðmenn!
Ég tölti í Laugardalinn í afmælisveislu hjá bankanum sem samsettur er úr kaupi og þingi. Einhvern veginn finnst mér nú að Kaupþing eigi ekki að vera að orðið svona gamalt, var það virkilega stofnað þegar ég var fimm ára og hvað hét það þá?
Hér er mín skoðun á þessum tónleikum, allt út frá mínum smekk. Tónleikarnir voru bara nokkuð skemmtilegir. Ég hafði sérstaklega gaman af því að hlusta á SSSól, mikið helvíti er hann Helgi mikill töffari :) Todmobile sem alltaf var í miklu uppáhaldi hjá mér á djammárunum mínum voru í einu orði frábær, það var eins og Eyþór og Andrea hefðu glansmyndirnar sínar því þetta var svo ólíkt þeim, það er greinilega gott að vera giftur og búa Selfossi......? Eða hvað? Gaman að sjá Garðar Thor svona í nærmynd, hefði verið nær að halda bara aðra tónleika þar sem hann kæmi einn fram, allt í boði bankans. Bubbi góður, alltaf óhræddur við að tjá sínar skoðanir, gjaldkeri og ráðherra....tja...kannski ekki alveg besta samlíkingin sem ég hef heyrt...burtséð frá því var Bubbi góður. Svo ég tali nú ekki um MUGISON, ég kiknaði nú bara í hnjáliðunum, hrikalega er maðurinn hæfileikaríkur!! Er þá allt upptalið?
Nei, ó nei! Eftir eru froðuböndin tvö Nylon og Luxor, ég fékk nú bara kjánahroll. Af tvennu illu hefði frekar verið hægt að kvelja mig með tónlistinni sem Nylon reyndi að pína út úr sér. Þær voru eins og framhaldsskólanemar í Söngvakeppninni sem þeir halda einu sinni á ári. Luxor var náttúrulega að koma fram í fyrsta sinn en ég þeir voru eitthvað svo raunamæddir með magapínu og sungu tónlist sem finnst á væminn.is
Og hvað voru Stuðmenn að spá? á svona fjölskyldutónleikum mæta þeir ekki einu sinni með réttu hljóðfærin sín, heldur einhverja "hljóðgervla" hefði ekki verið nær að spila gömlu góðu tónlistana sína og ná þannig upp stemmingu? Í staðinn fóru bara allir. Hversu margir skyldu hafa skipt um stöð?
En til hamingju með afmælið Kaupþing og takk fyrir góða tónleika. Fæ ég kannski vaxtalækkun ef ég kaupi diskinn með Nylon?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.8.2007 | 21:46
Litla Ameríka
Þarna í miðjum ganginum var hægt að kaupa ekkert annað en uppáhalds, bestu tegundina af Maccaroni and Chesse sem Ameríka hefur upp á að bjóða. Ég trúði ekki eigin augun, ég hoppaði af gleði þarna í miðjum ganginum og keypti þrjá pakka af þessu ameríska uppáhaldi mínu. Ég stoppaði og hugsaði til horfinna tíma í Tampa-borg. Vá hvað þetta var óvænt ánægja.
Þarna á ganginum hugsaði ég að það eina sem ég saknaði nú var Ranch salatdressingin frá Wishbone og það var við manninn mælt. Ég tók fimm skref í viðbót og þarna blasti hún við mér í nákvæmlega eins plastbrúsa og fyrir tíu árum síðan.
Þetta var góð verslunarferð. Í kvöld fékk ég mér maccaroni and chesse og salat með ranch dressingu.....and I loved it!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.8.2007 | 13:15
Óhugnalegt
Þegar ég var ungur fórum ég og vinur minn einu sinni í fangelsisleik, ég var náttúrulega engin fyrirmyndarfangi og fékk þá refsingu að þurfa að leggjast á gólfmottuna sem síðan var rúllað upp með mig inn í. Mottan var það stór að hún náði upp fyrir haus og hala, ég hafði haft hendur með síðum og gat því enga björg mér veitt. Mottan lagðist svo þétt upp við höfuðið á mér og vinur minn sem gerði sér enga grein fyrir því hvernig ástatt var fyrir mér, settist á mig upprúllaðan í mottunni og hló. Frá þessu augnabliki hef ég alltaf verið skíthræddur við að lokast inni. Saklaus leikur hafði þessi áhrif. Ég myndi andast ef ég yrði einhvern tíma settur í alvöru fangelsi.
Hvernig skyldi maður höndla lífið ef manni væri bjargað eftir að hafa verið fastur í holu ofan í jörðinni í þrjár vikur!! Þetta verða að vera sterkir karakterar til að geta stundað þessa vinnu, en eru þeir nógu sterkir til að lifa af í þetta langan tíma....þó þeir hafi vatn?
Björgunaraðgerðir í Utah gætu staðið vikum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 12:10
Ertu gagnkynhneigður?
Auðvitað skellti maður sér í miðborgina í gær, með reiðhjólahjálm og punghlíf til að vera ekki laminn í klessu. Það var ofboðslega mikið af fólki í bænum og flestir gengu þarna um með bros á vör og glottu við mér og múnderingunni minni. Ég settist svo við þriðja mann inn á einn af flottari stöðum bæjarins. Keypti mér öl með röri því flaskan rakst alltaf í hjálminn þegar ég reyndi að drekka af stút.
Þar sem ég sat þarna vindur sér að mér falleg miðaldra kona. Hún horfir á mig með bros á vör og segir svo "ertu gagnkynhneigður?"
Ég stoppaði í miðju kafi og svelgdist á bjórsopanum, hvers vegna sá konan ástæðu til að spyrja mig að þessu? Var það hjálmurinn sem lét hana efast, eða var það stóri pungurinn undir hlífinni sem mamma keypti mér þegar ég var að æfa fótbolta með Neista á unglingsárunum? Eða var það kannski vegna þess að ég drakk bjór með röri?
Ég ákvað að veita konunni athygli og svaraði henni kurteislega, jú jú ég er gagnkynhneigður og sagði svo hvers vegna ertu að spyrja mig af því? Hún horfði á mig til baka, teygði sig í öxlina á yngri konu og sagði svo.....þú setur öryggið á oddinn, þetta er dóttir mín, endilega spjallaðu við hana. Svo slengdi hún stelpugreyinu sem var rjóð í andliti eftir afskipti móður sinnar í sætið við hliðina á mér og lét sig svo hverfa.
Ég og stelpan horfðumst í augu og fengum svo hrikalegt hláturskast, en spjölluðum svo saman.
Þessar mömmur eru yndislegar hugsaði ég þegar ég borðaði pönnukökurnar hjá henni í morgun, ekki með hjálm en ennþá með punghlíf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 18:42
Ferlega leiðinlegt...?
Ég hleraði hugsanir hjá herra Johnson: Sko ég er að reyna að verða ríkur og er búinn að reyna að selja svona ógeðslega töff sjúkrakassa í mörg ár og ég verð bara samt ekkert ríkur. Það er allt þessum rauða krossi að kenna. Bara af því að þeir fá að nota þetta logo, þetta er bara svindl. Ég er svo reiður. Ég ætla bara að kæra allt þessa drasl. Ég er alveg viss um að þá verð ég ríkur.
Mínar hugsanir: minnið mig á að kaupa ekki vörur frá herra Johnson í nánustu framtíð.
Tek ofan fyrir rauða krossinum og hans starfi.
Rauði krossinn kærður fyrir að nota rauða krossinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.8.2007 | 23:36
Hver man eftir þessari?
Rambaði inn á þessa auglýsingu. Þetta vakti upp gamlar og góðar minningar, um þann munað þegar hægt var að kaupa sykursnauðan appelsínusvala í fyrsta sinn :)
http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=243&id=1450
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 17:45
Gay pride!
Áður en lengra er haldið er best að ég láti koma fram að ég hef ekkert á móti samkynhneigðum, þeir eru hvorki betri né verri en ég eða hver annar vil ekki vera að hefja hér einhverja úrelta fordómafulla færslu. Ég var að vesenast hérna heima áðan og heyrði svona útundan mér í útvarpinu, veit ekki við hvern var talað né hvort hann var samkynhneigður eða gagnkynhneigður. En það var verið að ræða Gay Pride hátíðina sem verður um næstu helgi og því er vel. Ég hlakka til að fara niður í bæ og fylgjast með herlegheitunum ásamt hinum 49.999.
En ástæða þessara skrifa er svolítið sem ég hjó eftir í því sem heyrðist í útvarpinu. Sá sem talað var við sagði að þetta væru einu dagarnir sem samkynhneigðir ættu, þeir ættu ekki bóndadag, konudag né valentínusardag, sem sagt þessa gömlu íslensku hátíðisdaga. Þeir hafi bara þessa einu gay-pride helgi.
Ég er mjög hissa á þessari fullyrðingu. Af hverju geta þeir sem eru samkynhneigðir ekki haldið upp á bóndadag eða konudag, þessa daga sem við notum til að minna maka okkar á þá ást sem við berum til hans. Geta samkynhneigðir karlmenn ekki haldið upp á ást sína á bóndadegi? Svo ég tali nú ekki um þennan amerísk-ættaða valentínusardag sem ég vona að nái aldrei fótfestu á Íslandi, er þetta ekki sagður vera dagur elskendanna, hvar kemur það fram að þeir elskendur skuli vera gagnkynhneigðir?
Mér finnst að við eigum að halda í þessa gömlu hefð okkar, sama hvaða kyn við aðhyllumst skulum við halda upp á konudag og bóndadag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2007 | 12:27
Til mömmu
Stundum finnst manni lífið vera eitthvað svo ósanngjarnt og fúlt, en þegar betur er að gáð getur það alltaf verið verra...ekki satt. Ég fann þessa sögu á netinu og bara varð að deila henni með ykkur.
TIL MÖMMU.
Elsku mamma. Það hryggir mig nokkuð að þurfa að segja þér með bréfi þessu að ég er hlaupin að heiman. Ég geri þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér.
Ég hef að undanförnu fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo yndislegur þrátt fyrir öll götin, húðflúrin, skeggið og mótorhjólagallana sína.
En það er ekki bara það mamma mín að ég ber svona sterkar tilfinningar til hans því að ég er ólétt og Ahmed segir mér að hann sé svo glaður með það. Hann er þegar búinn að kaupa hjólhýsi fyrir okkur að búa í og hann er búinn að safna helling af eldivið til að halda á okkur hita í allan vetur. Hann er búinn að segja mér að hann langi til að eignast með mér fullt af börnum og ég er svo innilega sammála honum með það.
Ahmed hefur kennt mér það að marijuana gerir engum illt í raun og veru og ætlar hann að rækta nóg af því fyrir okkur þannig að við munum eiga nóg af því afgangs til að skipta á því og kókaíni og E-töflum handa okkur báðum.
En ég vona líka að vísindamenn finni fljótlega lækningu á AIDS svo að Ahmed mínum batni, hann á það svo skilið!! En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur mamma mín því að ég er nú orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig sjálfa. Þar að auki er Ahmed orðinn orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er að gera. Einhvern daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú getir hitt öll barnabörnin þín.
Þín dóttir Kristín
PS: Mamma, ekkert að ofansögðu er satt. Ég er í heimsókn hjá Siggu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig vita að það er margt verra í heiminum en einkunnaspjaldið mitt sem er í efstu skrifborðskúffunni. Ég elska þig. Láttu mig vita þegar það er óhætt fyrir mig að koma heim.
Múhahahahaha!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)