Færsluflokkur: Bloggar
5.11.2008 | 22:22
80 kíló!
Falleg fegurðardrottning og ekki að deyja úr hor eins og fyrirsætur í dag.
Ég spyr nú bara eins og fávís grunnhygginn karlmaður...er kona feit ef hún er 80 kíló?
Ekki finnst mér mín kona feit þó hún fari yfir þessa tölu, hef líka engan áhuga á því að þessi eign mín rýrni.
Bara hugdetta. Góðar stundir.
Fröken feit og falleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2008 | 11:16
Hmm..
Ég er bara að spá, er ekki alveg að skilja...... en hvernig stendur á því að þessi líknarfélög eiga svona gríðarlega mikla fjármuni, ég er alveg sannfærð að það er til fullt af fólki sem hefði verið hægt að aðstoða með eitthvað af þessum peningum sem búið er að binda í sjóðum.
...ekki var verið að reka þessi líknarfélög sem gróðafyrirtæki? Eða hvað?
Óvissa ríkir um fjármuni margra félagasamtaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2007 | 22:41
Til hamingju World Class!!
Ég hlakka til að skella mér út á Nes og prófa þessa nýju stöð. Mér er nú samt spurn, hvers vegna í ósköpunum er Geir H. Haarde að klippa á þennan borða? Er þetta nokkuð Ríkisfyrirtæki? Fær hann kannski fría áskrift á brettið fyrir að mæta og klippa.
Ég hefði nú alveg boðið mig fram í það :)
World Class opnar stöð á Seltjarnarnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2007 | 10:46
...
En hvað með ófaglærða sem starfa í grunnskólum? Á ekki að meta þeirra starfsreynslu, eða starfsreyslu eins og Mogginn kýs að kalla það?
Starfsreysla á leikskólum verður metin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2007 | 15:00
Þegar hlauparar hlaupa hlaup.
Mér finnst alveg hrikalega gaman að horfa á toppíþróttafólk á mótum í frjálsum íþróttum. Ótrúlegar hæfileikar sem þetta fólk er búið, til dæmis litli hástökks Svínn Stefan Holm sem virðist vera með gorma í hælunum alveg ótrúlegt að sjá hann stökkva.
Svo eru það þessir hlauparar sem hlaupa 5000 metra á meiri hraða heldur en ég gæti náð í 100 metra spretti. Þeir eru ábyggilega með einhvers konar gúmmíblöndu í lungunum og fótunum. Svo ég tali nú ekki um maraþonhlauparana, getur svona mikill hraði á svona löngum tíma verið líkamunum hollur?
Hvað með gaurinn sem bókstaflega datt á andlitið á eina grind í hindrunarhlaupi á HM um daginn og steinrotaðist og klambúrreðaðist í framan. Hann var mættur með plástur á nefinu í hlaupið áðan.
Ég fór samt að velta fyrir mér þegar ég sá einhvern hóp af íþróttamönnum koma í mark í einu hlaupinu áðan. Sá sem var fyrstur var langfyrstur og hann hljóp áfram sigurhring þegar hann kom í markið. Þeir sem urðu númer tvö og þrjú rétt skriðu yfir marklínuna og steinlágu svo og börðust við að ná andanum. Hvers vegna skyldu þeir hafa verið mikið þreyttari en sigurvegarinn. Skyldi sigurvegari í hlaupi líka einhvern tíma detta svona algerlega uppgefin á marklínuna???
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2007 | 09:54
Sorglegt
Ekki nóg með það að laun lögreglumanna séu skammarlega lág er starfið mjög áhættusamt. Virðingarleysi gagnvart störfum lögreglumanna hefur náð nýjum hæðum og menn með fjölskyldu hugsa sig ábyggilega tvisvar um áður en þeir leggja út í lögreglustarfið....þetta er bara til skammar.
Hvað er til ráða? Eitthvað verður að gera til að gera starfið fýsilegra og eru launin aðeins einn hluti af því.
Erfitt að manna vaktir um helgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 18:54
-ismi
Ég var að horfa á fréttirnar áðan og sá þar fréttina um ný-nasisma. Það er varla að maður þori að tjá sig um þetta. Ég hélt að þeir atburðir sem gerðust í seinni heimsstyrjöld hefði verið nóg til að kenna okkur öllum að þessi stefna væri eitthvað sem best væri að jarða.
Drengirnir sem handteknir voru þarna í Ísrael aðhylltust ný-nasisma, gyðingahatur, hatur á fólki sem er nákvæmlega eins og allir aðrir. Vitleysingar sem eru rétt vaxnir úr bleyjunni 16-21 árs. Hvað þurfum við að gera til að þessi -ismi nái aldrei fótfestu aftur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2007 | 23:38
Í dag er dagurinn!!
Í dag er dagurinn sem ég notaði til að þess að heimsækja fiskvinnslufyrirtækið HB granda með ormunum mínum nítján.
Í dag er dagurinn sem ég potaði í fiska eins og löngu, skötusel, þorsk, ýsu og fleiri undarlega fiska.
Í dag er dagurinn sem ég fór um borð í togara í Reykjavíkurhöfn, það hef ég aldrei gert áður.
Í dag er dagurinn sem ég fór í badminton í fyrsta sinn síðan á síðustu öld.
Í dag er dagurinn sem Halldór Daði litli yndislegi frændi minn datt á andlitið og braut þrjár tennur í munninum sínum.
Þetta var viðburðaríkur dagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2007 | 21:35
Hugleiðingar
Maður hefur horft á ungar konur keppa í að verða bestu fyrirsætur í henni Ameríku. Maður hefur séð misjafnlega tónvíst fólk keppa í því að verða besti söngvarinn í henni Ameríku. Maður hefur séð misjafnlega fimt fólk keppa í því að verða besti dansarinn í henni Ameríku. Maður hefur séð subbufólk keppa í því að eiga sem skítugust heimili svo fínar breskar frýr geti skúrað eftir það. Fólk hefur líka keppt í því að hanna, keppt í viðskiptum, keppt í uppfinningum, keppt í því að búa í frumskógum og éta orma. Einnþátturinn gengur út á það að klippa eða það þykist vælukjóinn sem þar er í aðalhlutverki vera að gera. Allir þessir þættir falla undir það sem heita raunveruleikaþættir og ég skal alveg viðurkenna að ég hef gaman af sumum þeirra.
En.....það kemur alltaf en....ég á ekki orð yfir þáttinn sem áðan var í sjónvarpinu. Hann virtist ganga út á það að foreldrar keppa í því að ofkeyra börnin sín í íþróttum. Hvað er eiginlega að gerast þarna í henni Ameríku þegar átta ára gamalt barn er farið að æfa marga klukkutíma á dag og hrista líkama sinn eins og fullorðin súludansari frá Rússlandi, keppa í klappstýru!!
Mér fannst þetta alveg skelfilegt sjónvarpsefni og finnst að einhver sáli þarna úti mætti sparka í óæðri endann á þessum foreldrum....hvað er fólk að spá?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.9.2007 | 02:27
Ég er svo ánægður
Ég er svo ánægður með okkur Íslendinga. Aðrar þjóðir þurftu eitthvað sem heitir undirbúningstími að reykingarbanni, við tókum þetta eins og allt annað með trompi.
Það er náttúrulega frábært að geta farið að skemmta sér og komið heim án þess að ilma eins og öskubakki með þurran háls og rauð augu.....það er bara miklu skemmtilegra að fara út að skemmta sér í súrefni.
Draumurinn minn er þó að krakkagreyin eins og ég er að kenna þurfi ekki að alast upp í reykmettuðu umhverfi og geta ekkert við því gert. Ég bara skil ekki hvernig fullorðið fólk sem er vel upplýst um skaðsemi reykinga getur réttlætt það að reykja yfir börnunum sínum. Ég bara næ því ekki. Mín skoðun sem þið þurfið ekki að vera sammála :)
En ég hrópa þrefalt húrra fyrir reyklausa Íslandi.
Mikill meirihluti ánægður með reykingabann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)