Nýkominn af svæðinu

Þessa frétt þykir mér ofsalega gott að lesa og þó fyrr hefði verið. Hornbjarg er ekki svipur hjá sjón, það var meira fuglalíf í Flatey á Breiðarfirði heldur en í þessu stóra fuglabjargi....en á þessum stöðum var ég með nokkurra daga millibili. Auðvitað hafa breytingar á lífríki sjávar einhver áhrif á fækkun fuglsins en eggjaskurnin og dauði fuglinn sem liggur eins og hráviði um allt Hornbjarg er ekki tilkomin vegna þeirra breytinga, þar var rebbi pottþétt á ferðinni. Svo maður tali nú ekki um mófuglinn en hann er gersamlega horfin af svæðinu a.m.k. úr friðlandinu, um leið og við komum út úr því fórum við að heyra í lóu, spóa, rjúpu o.s.frv.

Það þarf kannski ekki að útrýma refnum en það þarf að halda fjölda hans í skefjum annars útrýmir hann öllu lífi þarna á þessum dásamlega stað.


mbl.is Breytingar á fuglalífi í Hornbjargi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Janus

Sæll Árni! ég hélt að ég hefði sagt það, að hluti fækkunarinnar hjá á fuglinum væri vegna fæðuskorts, fuglinum er að fækka í Vestmannaeyjum og þar er engin refur. 

Hitt er það að bæði eggjaskurn og dauðir fuglar og þá ekki fuglar í heilu lagi eins og þú sást fyrir þér heldur einn vængur þarna, haus þarna o.s.frv. Fyrir utan grenin sem mjög auðvelt er að ramba er líka fullt af dauðum fugli. Ég var hreinlega miður mín eftir að hafa gengið þarna um.

Hér er algerlega mín skoðun: Það þarf ekki og má ekki útrýma refnum, hann er eina villta spendýrið okkar, en fjölda hans verður að halda í skefjum, ef ekki þá hverfur fuglinn endanlega og rebbi hefur enga fæðu til að sækja í og drepst þá líka!!!

Janus, 16.7.2007 kl. 20:16

2 Smámynd: Janus

Jamm ég hef komið þarna nokkrum sinnum. En þú?

Janus, 16.7.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband