Laugardagur til lukku

Jæja þannig fór um jórúvisíon sjóferð þá enn eina ferðina. Ég er nú ekki svaðalega svekkt yfir þessu, það var eiginlega viðbúið að þetta myndi enda svona, en ég bar þó alltaf þá von í brjósti að þetta yrði árið sem Ísland yrði í tísku, það hefði verið svo gaman að vera í aðalkeppninni þetta árið í bland við kosningarnar, hefði gert daginn enn fjölbreyttari, vá hvað þetta er orðin löng setning, ég held ég skuldi nokkra punkta.......!

Mér fannst nú samt að Eiríkur hafi staðið sig vel í þarna úti, hann söng lagið óaðfinnanlega og finnst mér hann hafa verið einn besti söngvarinn þarna úti, þó fyrir blúsgelluna frá Ungverjalandi sem ég vona að vinni í kvöld. Lagið sem Eiríkur söng var bara ekki nógu eftirminnilegt og þessi enski texti fór endanlega með það, hefði verið nær að syngja þetta á íslensku svo fólk hefði getað giskað á innihaldið....ég meina af hverju að sýna einhverjar massa tilfinningar með textanum "come to the show"? En ég tek ofan fyrir Eiríki og hvet þá sem leyfa sér að blammera yfir hann frammsistöðu til að reyna að gera betur :) og og hhhhhana nnnnú!

Það stendur annars mikið til á þessum fríðleiksdegi, ég var að koma úr sturtu, búin að lesa enn eina bókina um Ísfólkið, það er verulega farið að síga á seinni hlutann í þeirri langloku. Svo er að renna á kjörstað og setja x-ið við rétta flokkinn. Svo er bruna austur og halda upp á 60 árin með karli föður mínum, ekki nema einu sinni á ævinni sem það gerist. Gott ef ég renni ekki og skæli aðeins meira yfir nýjasta undarfagra fjölskyldumeðliminum. Svo er kvöldið ennþá óráðið, stendur eiginlega á sama um kvöldið, gærdagurinn var svo yndislega fallegur að sólheimaglottið þurrkast ekki af andlitinu á mér.

Svo finn ég á mér að þetta verður kvöldið mitt og flokkurinn minn mun taka þetta í nefið, ég klæði mig meira að segja í litnum þeirra í dag :)

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband