5.9.2007 | 23:38
Í dag er dagurinn!!
Í dag er dagurinn sem ég notaði til að þess að heimsækja fiskvinnslufyrirtækið HB granda með ormunum mínum nítján.
Í dag er dagurinn sem ég potaði í fiska eins og löngu, skötusel, þorsk, ýsu og fleiri undarlega fiska.
Í dag er dagurinn sem ég fór um borð í togara í Reykjavíkurhöfn, það hef ég aldrei gert áður.
Í dag er dagurinn sem ég fór í badminton í fyrsta sinn síðan á síðustu öld.
Í dag er dagurinn sem Halldór Daði litli yndislegi frændi minn datt á andlitið og braut þrjár tennur í munninum sínum.
Þetta var viðburðaríkur dagur.
Athugasemdir
Vægast sagt viðburðaríkur
Rúna Guðfinnsdóttir, 6.9.2007 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.