Að rekast á einhvern frægan..

...ég skal hundur heita ef ég hefði þekkt hana Jodie á labbi niður í miðbæ, þekki naumast þá sem ég að þekkja. Það hefði líka ekki hvarflað að mér að þykjast þekkja hana ef svo óheppilega vildi til að eg hefði fattað að hún væri fræg.....Pleh...rétt upp hönd sem skildi síðustu setningu? Ég man ekki nöfn á neinum frægum leikurum, tónlistarmönnum eða öðrum listamönnum. Ég fékk bara engin svona frægðargen.

Ég man þó alltaf eftir því þegar ég rakst á frægan mann í USA hérna um árið, í bókstaflegri merkingu rakst ég á hann. Ég var á fleygiferð á línuskautum eftir Bayshore í Tampa á Flórída. Það var ekki margt um manninn þarna á þeim tíma dags sem ég var vanur að skella mér á skauta og því átti ég bara stíginn. Í fjarska sá ég þó að maður nálgast mig. Svo kemur þetta undarlega hik, ég fer hægra megin og hann líka svo ég fer vinstra megin og hann ákveður að gera það líka og svo færðum við okkur báðir í miðjuna....og plaff!! Við klesstum saman, ég á línuskautum, hann gangandi. Þetta var ekki þægilegasta bylta sem ég hef fengið, afrifinn á báðum hnjám og olnbogum lít ég upp og sé manninn bisa við að koma sér á fætur, þreifandi eftir gleraugunum sínum um leið. Svo mættust augu okkar og þá sá ég hver maðurinn var. Eins og ég sagði hér að ofan vantar þann kafla í hausinn á mér sem ætlaður er til að muna eftir og þekkja einhverja fræga í Hollywood. Ég vissi því ekkert hvað ég átti að segja við manninn sem stóð þarna fyrir framan mig, ekki ánægður á svip og sagði því bara....Sorry Steve!! Við það skellti maðurinn upp úr, setti á sig gleraugun, hjálpaði mér á fætur og gekk svo hlægjandi í burtu.

En hver var maðurinn.

Jújú þetta var enginn annar en Steve sem var ein af persónunum í Beverly Hills 90210. Ég hef ennþá ekki hugmynd um hvað hann heitir en á þeim tíma sem ég brunaði á hann á línuskautunum var hann bara frægur.

Hehehe!!!


mbl.is Jodie Foster var í fríi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband