6.5.2007 | 21:44
Rétt að skreppa eftir mjólk..
Ég bankaði hjá fólkinu í næstu íbúð og spurði hvort það gæti litið eftir unganum mínum sem var steinsofandi því ég varð að stökkva til að kaupa mjólk. Það var sjálfssagt mál enda ekki í fyrsta sinn sem við lítum eftir hvort öðru á þennan hátt.
Ég labbaði svo í Nóatún, greip tvo lítra af mjólk og eitt súkkulaði og hljóp heim aftur, þakkaði nágrönnunum fyrir og lokaði að mér í minni íbúð. Þessi ferð tók fimm mínútur. Ég stökk inn og kíkti á barnið, það steinsvaf og tók sennilega ekki eftir því að ég hefði stokkið út, ég andaði léttar og lofaði sjálfri mér að gleyma ekki aftur að kaupa mjólk. Svo setti ég mjólkina í ísskápinn og kveikti á sjónvarpinu.
Þetta gerðist í Grafarvoginum í Reykjavík á litla Íslandi. Aldrei, aldrei hefði ég skilið börnin mín eftir ein í íbúð á Spáni, ekki einu sinni til þess að ég gæti keypt mjólk og nágranninn í næsta herbergi myndi bjóðast til að passa ungana mína á meðan. Ég meina pabbi kíkti klukkan níu og þá sváfu öll börnin, klukkan tíu (heilum klukkutíma seinna) kíkti mamma og þá var einn unginn horfin.....! Sjálfsásökun, sjálfsásökun...?
Ég vona það heitt og innilega að blessað barnið finnist og verði komið í hendur foreldra sinna. Aumingja fólkið.
Portúgalska lögreglan telur að stúlkan sem rænt var sé enn á lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég myndi ekki einu sinni hugsa um að kaupa mjólk og láta barn vera eitt heima á Spáni! Kannski á Íslandi en ekki í útlöndum!
Arnór Valdimarsson, 6.5.2007 kl. 22:36
Þetta er nú ljóta hræsnin, hver er munurinn að skilja börnin eftir ein á Íslandi og í Portugal, engin!
Íbúðin þín gæti hafa brunnið niður, einhver gæti hafa brotist inn o.s.frv.
Baldur
Baldur (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 03:47
Þetta er nú ljóta hræsnin Janus minn, það er engin munur á að skilja börnin eftir ein heima á Íslandi eða Portugal, það gerir maður bara ekki. Baldur!
Baldur (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 03:51
Það borgar sig ekkert að vera að gagnrýna aðra sérstaklega þegar maður veit ekki hverjar aðstæður eru...aðrar en þær sem eru sagðar í fréttum
Jóna (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 05:00
Ég hef farið nokkur skipti á sólarströnd, bæði sem nýstúdent til Benídorm og sem fjölskyldukona á Costa del Sol á Spáni og Algarve í Portugal. Alltaf hafa verið Bretar á þessum stöðum og það fór aldrei fram hjá mér að þeir hafa meiri áhyggjur af eigin skemmtun en börnunum sínum.
Baldur, lastu færsluna alla? Öll orðin? Ég fæ ekki betur séð en Janus hafi beðið nágranna sinn að líta eftir unganum þessar fimm mínútur sem hann skrapp frá.
Jóna, Maður má hafa skoðun og maður má byggja hana á þeim upplýsingum sem maður fær úr fréttum. Þeim fréttum þar sem umræddir foreldrar koma fram og segjast hafa skilið börnin ein eftir á meðan þeir fóru út að borða. Bara í klukkutíma. Jú, þau voru öll sofandi. Öll. Sú nú brottnumda þriggja ára og tvö yngri systkini hennar. Tvö YNGRI systkini hennar.
Maður má hafa skoðun, og ég er sammála skoðun Janusar. Maður skilur börnin sín ekki eftir án gæslu í nokkurn tíma, nokkur staðar!
Halldóra Guðbjörg (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.