Lykilorð og ræktin

Ég er alveg að missa mig yfir þessum lykilorðum. Hvernig í ósköpunum á maður eða kona að geta lagt þetta allt á minnið. Það er lykilorð til að komast inn á tölvuna, lykilorð til að komast í póstforrtið í tölvunni, það er lykilorð inn á heimapóstinn, hotmailið, msn-ið, bloggsíðurnar þrjár, einkabankann (og þarf að finna upp á nýju lykilorð á tveggja mánaða fresti), svo eru það allar þessar barnalandssíður og svo er farið að læsa bloggsíðum....o.s.frv. Svo er það náttúrulega gsm-síminn, debetkortið, vísakortið og síðast en ekki þarf lykilorð til að komast í ræktina....grrrr!!! Hvernig gengur ykkur að muna þetta?

Ó jæja. Ég fékk nett áfall í gær. Ég endurnýjaði kortið mitt í ræktina því ekki er seinna vænna að koma sér í form fyrir sumarið. Ég fór á hlaupabretti (nú vona ég að þið skiljið þetta). Ég fór á bretti og stillti á venjulegan gönguhraða sem er 5.0. Ég gekk aðeins af stað og fann eftir stuttan tíma að þetta var allt of hratt til að geta gengið við. Ég minnkaði því hraðann og var komin í 3.0 þegar ég loksins hafði við brettinu. Rjóð í kinnum leit ég í kringum mig á fólkið sem var á hinum brettunum var að ganga á 6.0. fock hugsaði ég djöfull er ég í lélegu formi. En þrjóskan er alveg að fara með mig eins og þið vitið kannski og því var stillt á hlaup. Miðað við hversu hægt ég varð að ganga ákvað ég að stilla brettið á lítinn hraða líka svo ég myndi geta hlaupið í meira en eina mínútu. Ég stillti brettið á 8.0 og hljóp af stað, eftir tvær mínútur var ég gersamlega búin á því og varð að hægja á brettinu niður í 7.0 og svo rétt seinna í 6.5 og svo niður í 6.0 og þar gat ég hlaupið í tíu mínútur. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig þetta fór með egóið hjá minni, að þurfa að hlaupa á þeim hraða sem aðrir voru að ganga á!!! Hvað var í gangi? Ég fór aðeins að lyfta og kom svo aftur á brettið því nú á brenna. Ég fór á annað bretti í þessari lotu og bjó mig aftur undir niðurlægingu rauðhettu. Ég stilli því bara brettið á 3.0 því þar var rétti gönguhraðinn. Eftir örfáar sekúndur varð mér ljóst að hitt brettið sem ég byrjaði á var ekki í lagi. Það var sem sagt ekki ég sem var í versta forminu á stöðinni heldur hafði brettið þann vafasama heiður.....Áfram Ísland!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband