Ég vil geta beðist afsökunar!

Ég bjó úti í henni Ameríku fyrir tíu árum síðan. Staðurinn hét Tampa og er í miðjum Flórdælahreppi. Skipulagðar skoðunarferðir voru farnar í hverfinu til að skoða þetta undur frá Íslandi. Flestir voru sammála um það að í mér höfðu þeir hitt einstaka manneskju því svo fáir Íslendingar væru í heiminum og að þeir skyldu vera búinn að hitta einn slíkan var alveg saga til næsta bæjar.  

Ísland var ekki þekkt á þessum tíma, sérstaklega ekki þarna í heitasta helvíti (hver getur lifað í svona 40 stiga hita). Ísland! já þar hlýtur að vera kalt! Já, það er way up north!. Já, búið þið ekki í snjóhúsum? Þegar ég sagðist vera frá Íslandi var samt líklegast af öllu að ég væri tengd við Björk. Jú Björk var orðin heimsfræg í Ameríku fyrir tíu árum síðan. Já þú ert meira að segja lík henni sögðu sumir. Það var svo sem ekkert slæmt að vera þekkt fyrir Björk. Þó ég myndi ekki skella tónlistinni hennar á fóninn hefur hún samt gert mikið fyrir land og þjóð og verið okkar í flestum tilfellum til sóma.

Ég fékk pínu sting í hjartað þegar ég las greinina: Nær að sprengja Ísland en Íran, en hana er hægt að lesa inn á mbl.is. Greinin er augljóslega skrifuð sem háð og ádeila á utanríkisstefnu Bandaríkjamanna og þó sumir æsi sig og krefjist afsökunarbeiðni frá greinar höfundi vitum við öll að Bandaríkjamenn munu ekki birtast hér á morgun og bomba litla Ísland í frumeindir. Enda engin ástæða til að sprengja okkur því við erum jú ein af þeim þjóðum sem á einhvern óskiljanlegan hátt samþykkti þetta fjárans stríð þarna í Mið-Austurlöndum. Bandaríkjamenn myndu ekki sprengja vini sína.

Það sem mér finnst aftur slæmt við þetta er það að nú er litla Ísland ekki lengur bara þekkt fyrir snjóhús og Björk. Nei við erum tengd við stríð og þó þessi saklausa grein sem birtist á einhverjum netmiðli úti í heimi hafi ekki mikil áhrif er ég hrædd um að þetta sé aðeins grunnurinn af því sem koma skal. Hvað mun komandi kynslóð verða tengd við þegar hún segist koma frá Íslandi. Munu börnin okkar kannski þurfa að segjast vera Svíar til að sleppa við bögg?

Væri ekki ráð að beina þessari reiði sem við finnum til við lestur þessarar greinar að rótum vandans. Vandinn er ekki þessi stjórnmálaprófessor þarna í langtíburtistan heldur þeir stjórnmálamenn sem voguðu sér að tengja nafnið Ísland við stríðsrekstur Bush.

Fyrst þessi grein sem Uwe E. Reinhardt skrifar getur komist í fjölmiðla og alla leið hingað til Ísland hljóta mótmæli íslensku þjóðarinnar sem tala fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna hér á landi að geta heyrst líka. Getur ekki einhver eytt reiðinni í að skrifa slíka grein?

Ég segi því bara ég vil nafn míns ástkæra lands af þessum lista. Ég vil ekki vera sammála þessari vitleysu sem verið er að reka þarna fyrir austan. Ég vil geta beðist afsökunar á þessum mistökum og hana nú!


mbl.is Nær að sprengja Ísland en Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband