Tek ofan fyrir þér.

Mér finnst það alltaf jafn merkilegt að þegar kennarar tala um kjör sín skal alltaf einhver bitur og reiður koma fram með orðið verkfall!!! Spáið aðeins í þessu. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um eftirtaldar stéttir er þetta:

Hárgreiðslukona - skæri!

Gjaldkeri - peningar!

Bifvélavirki - vélar!

Ræstitæknir - moppa!

Kennari - börn!

Ég bara skil ekki hvers vegna fólki dettur orðið verkfall fyrst í hug, sérstaklega núna þar sem kennarar eru ekki að tala um verkfall, þó aðrir vilji halda því á lofti.

...og til að vera alveg viss um að þetta komist rétt til skila, þá styð ég kennara í Víkurskóla fullkomlega og ætla að beita mér fyrir því í vinnunni á mánudaginn að kennarar í mínum skóla fylgi fordæmi þeirra.

Þessi orð bið ég ykkur svo um að hafa í huga: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig því þú uppskerð eins og þú sáir.....!

 


mbl.is Kennarar í Víkurskóla skora á Launanefnd sveitarfélaga að leiðrétta kjör kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband