13.2.2007 | 17:11
Enn og aftur mínútur!!
Hvernig stendur á því að þegar kennarar tala um launin sín er alltaf farið að rausa um mínútur og sumarfrí? Kennarar mótmæltu í dag því óréttlæti að ekki sé búið að endurskoða/leiðrétta launatöflur vegna þenslu í þjóðfélaginu. Leiðréttingar sem aðrir á vinnumarkaðnum hafa fengið og ákvæði var um í síðustu kjarasamningum að skyldi endurskoða í byrjun skólaárs 2006. Leiðréttingar sem samanburðarstéttir (leikskólakennarar, Þroskaþjálfar o.fl.) hafa fengið. Nei!! um leið og fólk les kennarar mótmæla....er farið í sama hundrað ára gamla tuðgírinn...mínútur og sumarfrí.
Hvaða önnur stétt þarf alltaf að byrja á því að sannfæra fólk um að hún sé í alvöru að vinna vinnuna sína til þess að geta fengið sanngjarna umræðu um kaup og kjör. Ég hlýt að vera að misskilja það sem ég er að gera daglega því dagurinn minn snýst ekki um mínútur og niðurtalningu að næsta fríi. Snúast laun ykkar kannski um mínútur og sumarfrí, ég bara spyr?
![]() |
Kennarar mótmæla launum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Janus.
Nú var ekki verið að tala um mínútur og sumarfrí. Heldur laun. En svona til fróðleiks fyrir þig:
Kennarar vinna á fullu á meðan skóli er í gangi. Frá ca. 13.ágúst til ca. 12.júní. Þar utan þurfa þeir að sinna endurmenntun í að meðaltali 2 vikur. Þá erum við með 7 vikur eftir. Vinnutími kennara á starfstíma er um 42 klukkustundir á viku. Þeir skila alls 1800 vinnustundum eins og aðrir launamenn. Ein vika bætist á sumarfríið af því að vinnuvika þeirra er 42 stundir.
Þá veistu þetta þegar umræðan fer næst af stað og þú þarft þá ekki lengur að hafa áhyggjur af áhyggjum kennara um mínútur og sumarfrí. Það er langt síðan að kennarar fóru að snúa sér að launum. Þá aftur á móti hafa þeir sem samþykktu alla þessa mínútusnúninga fyrir hönd ríkis og sveitar ekki verið tilbúnir að borga. Þess vegna er fólk ósátt.
Endilega leyfðu mér að heyra hvað þér finnst um pistilinn minn.....
Magnús Þór Jónsson, 13.2.2007 kl. 21:02
Sæll Magnús! og takk fyrir þetta! Verandi kennari sjálf veit ég nokkurn vegin hvernig þetta virkar og er hjartanlega sammála öllu sem þú skrifaðir.
Markmiðið með mínum skrifum var aftur þetta: um leið og við kennarar förum að tala um kjör okkar þá koma alltaf upp gagnrýnisraddir (t.d. hjá þeim sem voru búnir að blogga um fréttina áður en ég gerði það) þar sem dregin er fram þessi meinloka að við kennararnir séum alltaf í fríi og að við vinnum ekki vinnuna okkar. Ég veit að kennarar eru löngu búnir að snúa sér að launaumræðu en það er ennþá fullt af fólki í samfélaginu sem er ekki tilbúið til að fylgja með og bregða alltaf upp einhverri mynd sem þeir hafa af kennurum um miðja síðustu öld þegar fríin voru lengri og dagarnir styttri.
...og hana nú!!! Ég við hærri laun
janus (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 21:37
Líst betur á pistilinn þinn núna. Ég var sem trúnaðarmaður kennara hatrammur baráttumaður fyrir áherslu á launalið samninga okkar. Því miður var of lengi talað um réttindi sem aðalatriðið. Næstu 10 árin a.m.k. snýst málið um krónur og aura.
Magnús Þór Jónsson, 13.2.2007 kl. 21:50
Hærri laun.
Staðan í dag er óásættanleg. Það eru ekki bara sjónamið okkar kennara heldur foreldra og allra þeirra sem telja grunnmenntun vera einhvers virði.
Launanefnd Sveitafélaga er ekki að höndla hlutverk sitt, ef það er að standa vörð um gott skólastarf í landinu. Hins vegar ef þeir telja sig vera verja peninga sveitafélaganna þá eru þeir að vinna sitt verk.
Það bitna hins vegar á því starfi sem fram fer inni í skólum landsins.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 13.2.2007 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.