Færsluflokkur: Bloggar

Síðasta vikan

Það líður að þessu. Ég veit ekki hvort ég á að stressa mig eitthvað yfir því. Maður er náttúrulega ekki deginum eldri en maður vill vera. Burtséð frá því, þá eru einungis sex dagar þangað til ég verð þrítug. Ein vika sem 29 ára sjálfstæður einstaklingur og svo fellur dómurinn. Ég er búin að stara í spegilinn í allt kvöld að leita að heppilegasta staðnum fyrir 30 ára hrukkuna. Held að það sé best að sitja bara á henni. Það horfa hvort sem er ekki margir á sitjandan á mér núorðið!

Það var árið 1977 að Ísland var svo heppið að fá mig sem virkan þjóðfélagsþegn. Ég veit að ég hef aldrei svindlað á ríkinu eða sveitarfélögunum sem ég hef borgað fyrir að búa í. Samt hef ég þá tilfinningu að það sé eitthvað verið að svindla á mér! Ég skil ekki hvers vegna ég er ekki orðin forseti, eða ráðherra, eða olympíumeistari eða jafnvel bara heimsmeistari. Í staðinn fyrir það er ég aumur kennari sem hefur varla efni á að kaupa salt í grautinn og flestum finnst ég vera vælukjói út af þessu. Það gerist nú sem betur fer eitthvað við launatékkann þegar 30. aldursárið skellur á mér. Já, fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.

Pffff....ég verð jafn glæsileg þegar ég verð 30 ára, eins og ég er núna :)


Enn og aftur mínútur!!

Hvernig stendur á því að þegar kennarar tala um launin sín er alltaf farið að rausa um mínútur og sumarfrí? Kennarar mótmæltu í dag því óréttlæti að ekki sé búið að endurskoða/leiðrétta launatöflur vegna þenslu í þjóðfélaginu. Leiðréttingar sem aðrir á vinnumarkaðnum hafa fengið og ákvæði var um í síðustu kjarasamningum að skyldi endurskoða í byrjun skólaárs 2006. Leiðréttingar sem samanburðarstéttir (leikskólakennarar, Þroskaþjálfar o.fl.) hafa fengið. Nei!! um leið og fólk les kennarar mótmæla....er farið í sama hundrað ára gamla tuðgírinn...mínútur og sumarfrí.

Hvaða önnur stétt þarf alltaf að byrja á því að sannfæra fólk um að hún sé í alvöru að vinna vinnuna sína til þess að geta fengið sanngjarna umræðu um kaup og kjör. Ég hlýt að vera að misskilja það sem ég er að gera daglega því dagurinn minn snýst ekki um mínútur og niðurtalningu að næsta fríi. Snúast laun ykkar kannski um mínútur og sumarfrí, ég bara spyr?

 


mbl.is Kennarar mótmæla launum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefið

Skildi það vera vegna þess að Jennifer er búin að láta laga á sér nefið og líklega hætt að hrjóta fyrir vikið???
mbl.is Vaughn sagður vilja endurvinna ástir Aniston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spes

Þarna er auðvitað bara íslenskt hugvit að verki. Einn af okkar hugvitsmönnum hefur sópað upp allan óþverra sem var á vörum manna eftir leikinn við Rússa um daginn. Hann hefur svo fundið leið til að  binda óþverrann við snjókorn og sendi svo allt heila klabbið með skýi til Rússlands.....og þar var grátið.

 Ótrúlegt hvað þetta dreifðist á stórt svæði!!!


mbl.is Marglitur og illa lyktandi snjór fellur í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband